Scenarios / Sviðsmyndir

Verkið Sviðsmyndir er vídeóverk sem leggst eins og gegnsæ himna á Kópavogskirkju. Það er byggt upp af fimm sviðsmyndum sem voru lýstar upp og kvikmyndaðar. Sviðsmyndirnar eru: Málverk, Tveir glerskúlptúrar, Lagskipt glerverk, Bókverk og Teikningar á lituðu gleri.

Sviðmyndirnar byggja á samhverfum og lagskiptum formum kirkjunnar, skynjuðum skala og steindum kirkjugluggum Gerðar Helgadóttur sem birtast sem hreyfing ljóss og lita inní byggingunni sjálfri.

Verkið Sviðsmyndir er í grunninn unnið á handvirkan hátt, efniviðurinn er ljós, hreyfing, litað gler og pappír. Öll stafræn eftirvinnsla og klipping er trú upptökunum. Að því leyti er verkið mjög handvirkt (analogue) og hefur skýrskotun til marglaga birtingarmynda ljóss og efnis og hreyfinga handanna.

Tökumaður og aðstoð við lýsingu: Sigurður Unnar Birgisson